föstudagur, júlí 28

mirror in the sky; what is love?


Líkt og Gvuð sem skapaði manninn og jörðina og blómin og fjöllinn á sjö dögum munu ég og mitt fríða föruneyti fara til Tælands eftir nákvæmlega 7 daga.
Það er óneitanlega komin smá spenningur og fiðrildi í magann yfir ævintýrinu, kannski sérstaklega þar sem ég var ekki búin að vera undirbúa þetta í langan tíma heldur fékk að fljóta með tvíeykinu Bobbi og Susan sem enginn sem man eftir dallas hefur gleymt...
(sorry var bara að lesa svo hræðilega illa skrifaða grein í fréttablaðinu að mér fannst þetta svona tilvalið catch-22 í einni setningu-dont hate me, ég fæ allavega ekki borgað fyrir þetta)

aftur að ævintýrinu,
ég fékk það hlutverk að kanna miðju Tælands og Austrið og nú er ég búin að setja saman heljarinnar plan sem samastendur af heimsóknum til krókódíla sem eiga þau einu örlög að verða taska og topping á pizzu; öpum sem ræna matnum manns; river rafting, rómantískri stund yfir fallegu sólsetri við bakka Mekong fljótsins, massa shopping á risa markað af vörum frá kína og laos, hellaskoðanir, hugleiðslu hjá munki, frumskógargöngum, silkiframleiðslusýningu og jafnvel litla heimsókn yfir landamærin......
rax er búin að skipuleggja fílagöngur, rafting, gullna þríhyrninginn, sprang og tælenskt nudd.
unnsan er æst í köfunarleyfi fyrir stelpurnar og kúr með barracúda og skjaldbökum sem og exótískum kokteilum í kókoshnetum handa mér og rax.....
dis ist gonna be gúd my friends.....
ohhh já takk.

Ég og Rax munum svo skila okkur í lok ágúst mánaðar bara til að fara í gott helgarfrí áður en skólin hefst.
Ég er reyndar æst yfir næturlífinu í Bangkok og ætla mér aldeilis að draga stelpurnar á stripp staði og leigja mér einn ladyboy til að greiða á mér hárið og nudda tásurnar mínar, örugglega með því skásta sem hann fær að gera þá vikuna, vil ég gjarnan telja mér trú um.

Það hefur verið smá titringur í kringum hvað og hversu mikið við eigum að taka með okkur....
Ég splæsti í þessa eðal ljótu Crock skó sem hafa svoleiðis tröllriðið Íslandi í sumar en eiga víst að vera súper góðir fyrir fæturnar og svo ofur léttir. Ég vil bæta því við að hérna heima kosta þeir litlar sjö þúsund krónur en þar sem stelpan er með vott af viðskiptaviti og á ofsalega fallega og góða frænku í Boston þá lét hún sér nægja að borga aðeins tíu dolllara fyrir þessa "móðins" skó.
ég er hálf hneyksluð að húsmæður íslands skuli kaupa þessu ósmekklegu klossa svo dýrum dómi en oh well, allt fyrir tískuna, ekki satt?

Í litla fríinu stefni ég á að lesa nýjustu bók Gabriel Garcia Marquez-Minningarnar um döpru hórurnar mínar, Munkinn sem seldi sportbílinn sinn og Flugdrekahlauparann.
Ég lauk við Fanny Hill og hafði gaman af sora hugsunum bresks common manns frá sautjándu öld. Ég er að pæla í að taka Moll Flanders eða Lolitu næst. Sjáum hvað setur.
Rax ætlar að vera dugleg að taka merkar bókmenntir með sér og ætlum við svo að bítta, menningarvitar sannir með ladyboj að nudda tásurnar og ná í vatnsflösku og sveifla blævæng...
ohhh hinn fallegi vestræni verndaði hroki, gotta love it.

í kvöld fer ég með systur minni á Footloose. Mér blöskraði þegar ég sá hvað kostaði en markhópur leiksýningarinnar er víst of dekraðir unglingar sem eiga amk fimm pör af Diesel buxum og fernar Nikita peysur og fá macca í fermingargjöf; lítið mál að splæsa á þau þrjúogfimm á slíka sýningu sem þau gersamlega mega ekki missa af annars verða þau ekki viðræðuhæf í skólanum eftir þrjár vikur.
sérstakt, verður að segjast.
ég fór á Voytjeczk fyrir ári síðan, það kostaði ekki þrjú og fimm fyrir manninn og það leikrit vann Grímuna fyrir leikmynd.
ég endurtek, sérstakt.

að öðru leyti er ég bara nokkuð hress á því.
dagar framm að ferðinni munu fara í afslöppun og undirbúning.
ég gef ekki mikið fyrir djamm þar sem ég finn að það er komið fínt af húllumhæi pumpandi skemmtistaða, vindarnir eru farnir að breytast og það er farið að dimma fyrr á kvöldin, hugurinn fer að gíra sig í stúderingar.
fimmta ferðin til kaupamannahafnar innan seilingar en undir öðru flaggi og forsendum, ætli þetta verði ekki sú seinasta í bili?
ég hugsa það, ég hugsa það sé komið gott af baunum og smörrebröd.
í haust verður það ísland já takk og kannski eilítil heimsókn í land starbucks og cheesecake factory og dunkin donast, ef gvuð og gyðjur leyfa það er.

btw, takk elsku pabbi minn fyrir yndislegan sverðfisk, túnfisksteik og humarhala og heimagerðan hummus og sólþurrkaðatómata pestó og vera svona góður við vinkonur mínar :)
eðal matarboð á baugholtinu!

ég er að æfa mig í tælensku þessa dagana svo ekki bregða ef ég góla MJÁAAAA-KHAAAAA í símann þegar ég svara, bara stelpan að vera international.

siggadögg
-sem er föst í catch 22-

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vil byrja á að segja takk pabbi siggu fyrir hreint eðal matarboð og mamma mín þakkar þér einnig fyrir að leyfa mér að taka heim afganga..
svo vil ég segja VIKA..það er vika þangað til við förum

Mia sagði...

Vá þessi ferð hljómar alveg önnbelívabel.... hlakka til að sjá ferðasöguna. Have fun with the lady boy!! :)